• Slideshow01
  • DJI 20231212145933 0014 V
Skarphéðinn Smári Þórhallsson
Skarphéðinn Smári Þórhallsson

Landfræðingur B.SC
 868-6836 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Landfræði

Landfræði

Landfræðin fjallar um náttúruna og samfélagið og þó einkum um áhrif okkar á náttúruna. Þar er skoðaðar þær breytingar á umhverfi okkar og hvernig samfélagsgerðir geta haft mismunandi áhrif. Til að skipuleggja landnotkun og taka ábyrgar ákvarðanir er nauðsynlegt að hafa heildarsýnina skýra. Landfræði sem fræðigreinin tengir saman félagsvísinda, hugvísinda og náttúruvísinda og eflir skilning á samfélags- og umhverfisaðstæðum bæði á Íslandi og á heimsvísu.

Aukin áhersla á umhverfismál og sjálfbæra þróun kallar á víðari nálgun við lausnir á aðkallandi viðfangsefnum. Mikilvægi landfræðilegra greiningaraðferða hefur aukist með tilkomu stafrænna korta og almennri notkun landfræðilegra upplýsingakerfa (GIS). Eftirspurn eftir fólki með landfræðimenntun fer vaxandi og starfa meðal annars að skipulagsmálum, við náttúru- og umhverfisrannsóknir, náttúruvernd, mat á umhverfisáhrifum, kortagerð og meðferð landupplýsinga, byggða- og atvinnuþróun og þróunarsamvinnu, svo fátt eitt sé talið.

Hnitsetning landamerkja

Hnitsetning landamerkja

Við hnitsettningu landamerkja er stuðst við örnefnalýsingar í landamerkjabréfum sem til eru fyrir flestar jarðir. Hnitsetning getur þó einnig tekið mið af öðrum heimildum eða sérstöku samkomulagi landeigenda.

Hnitsetning landamerkja er að verða mjög brýn þar sem þekking á örnefnum og þar með lýsing á landamerkjum virðist ekki erfast vel á milli kynslóða. Meðan fjárbúskapur var á hverjum bæ og land smalað mörgum sinnum á ári var alltaf verið að nefna landið sínu nafni. Nú fara bændur ekki eins oft um landstórar jarðir sínar og sú kynslóð sem nú er að taka við þekkir ekki landamerkin eins vel. Þá eru jarðir að skipta í vaxandi mæli um hendur og í sumum tilfellum þekkja nýir eigendur þeirra ekki mörk jarðarinnar. Þrátt fyrir að ekki sé gerð krafa um að í kaupsamningum sé landamerkjum lýst með óyggjandi hætti þegar jarðir eru seldar er þess þó örugglega ekki langt að bíða. Lánastofnanir eru farnar að gera kröfu um hnitsetningu jarða vegna veðsetninga þannig að upplýsingar séu um stærð og legu landsins.

Þau gögn sem verða til eru tilbúin til þinglýsingar og taka til landamerkja milli tveggja tiltekinna jarða og þurfa landeigendur sem land eiga að endapunkti þeirrar merkjalínu einnig að samþykkja hnitsetninguna.

Rétt er að benda á að þau gögn sem urðu til við vinnu Nytjalands hafa nákvæmni um á +- 15 metra eins og fram kemur á heimasíðu þeirra og var unnin til að meta gróðurfar vegna búvörusamninga en ekki til að finna nákvæm lamdamerki. Því eru sá landamerkjagrunnur ekki hæfur til að selja eða ákvarða landamerki milli jarða eða skráning í Landeignaskrá Þjóðskrár.

Örnefni

Örnefni

Eins og Tómas Guðmundsson orti eitt sinn “Landið væri lítils virði ef það héti ekki neitt” og með tölvutækninni er auðveldar að koma örnefnum á loftmyndir. Með því að fara í felt eða hnitsetja örnefni á loftmyndir má auðveldlega staðestja þau á rétta staði. Auk þess er hægt að skrá skýringar og ýmsar upplýsiar og gera lítil gagnagrunn fyrir hverja jörð eða afmarkað svæði. Með þeim hætti má gera þær upplýsingar aðgengilegar á nútímalegan hátt og nýta bæði til fræðslu og skemmtunar fyrir komandi kynslóðir. Rétt eins og í viðhaldi landamerkja hafa örnenfi glatast og skolast til. Logg býður upp á þá þjónustu að gera örnefnakort og koma þeim í það form sem óskað er rafrænt eða útprentað.

Landskipti

Landskipti

Það er nauðsynlegt að vanda vel til verka þegar ákveðið er að fara í landskipti og að mörgun að huga. Við landskipti er horft til ábúðalaga 81/2004 og jarðalaga 80/2004 og nauðsynlegt að þau gögn sem unnin erun séu samkvæmt þeim skilyrðum sem þar koma fram. Þegar landskipti fara fram þarf að leggja fram skrifleg beiðni um landsskipti sem fram verður að koma: Lýsing á landskiptunum; landamerkjalýsing; - afsal, - kaupsamningur, - landskiptagjörð eða samningur um landskipti. Samningur um landskipti eða landskiptagerð ásamt stofnskjali ef við á. Staðfesting á stofnun lóðar og staðfestur uppdráttur af skipulagsyfirvöldum. Þinglýsingarvottorð og umsögn sveitarstjórnar um landskiptin. Í skiptasamningi þarf að koma fram hvaða jarðarhluta lögbýlisréttur fylgir, þ.m.t. upphaflegt heiti lögbýlisins.

Skipulagsvinna

Skipulagsvinna

Skipulagsmál eru unnin samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í skipulagslögum kemur fram að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.

Skipulagsáætlanir skiptast í svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag og skulu þær vera í innbyrðis samræmi. Í skipulagsáætlun er gerð grein fyrir stefnu sveitarstjórnar og ákvörðunum um framtíðarnotkun lands, s.s. fyrirkomulagi byggðar, samgöngum og verndun menningar- og náttúruminja. Lýsa skal forsendum ákvarðana í skipulagi og gera grein fyrir áhrifum þeirra á umhverfið, náttúruauðlindir og samfélag, m.a. með samanburði valkosta sem koma til greina.

Við gerð nýrra skipulagsáætlana eða breytinga á skipulagsáætlunum skulu sveitarstjórnir taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu.

Logg mun veita þjónustu við gerð og ráðgjöf í skipulagsvinnu á öllum stigum.

Verðmat skógarjarða

Verðmat skógarjarða

Við sölu og veðsetningu jarða sem stunduð hefur verið skógrækt á þarf að koma til mat óháðsaðila til að fjármálastofnanir geti byggt sýnar áætlanir og lán á. Logg mun bjóða upp á þessa þjónustu fyrir landeigendur. Það liggja mikil verðmæti í þeim við sem sendur á skógarjörðum sem engar opinberar tölur eru til um nema fjöldi trjáa á hektara en engar upplýsingar un verðmæti skógarins. Þar mun Logg koma inn með nýjustu tækni við verðmat á þeim afurðum sem í skóginum felast.